Starfsmaður KSH

Matthías Guðmundsson er starfsmaður hreyfingarinnar í 50% starfshlutfalli og hefur starfsaðstöðu á Holtavegi 28. Matthías stundar grunnám við guðfræðideild Háskóla Íslands en er jarðfræðingur að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af æskulýðsvettvanginum, bæði innan KFUM og KFUK og Þjóðkirkjunnar. Matthías sinnti trúnaðarstörfum fyrir bæði KSF og KSH áður en hann gerðist starfsmaður hreyfingarinnar.

Hægt er að hafa samband við starfsmann með tölvupósti á netfangið matthias@ksh.is eða með því að hringja á Holtaveg 28, 588-8899.