VERTU HLUTI AF HREYFINGUNNI

Fjölmargir leggja starfi KSH lið með bænum sínum, vinnuframlagi og fjárstuðningi. Á árinu 2018 gáfu velgjörðamenn 2.300.000 kr. til hreyfingarinnar í gegnum gjafakerfi KSH. Gakktu til liðs við hóp velunnara KSH og vertu þannig starfinu blessun!


Ef þú vilt styðja við KSH getur þú gert það með því að skrá þig í gjafakerfið okkar

Flestir sem gefa til starfs KSH gera það í gegnum gjafakerfið.  Þú skráir þig í kerfið með því að fylla út formið hér fyrir neðan eða senda beiðni á gjafakerfi@ksh.isATH! Viljir þú breyta framlagi þínu eða hætta í gjafakerfinu – sendu þá línu á gjafakerfi@ksh.is og við göngum frá því í hvelli!

Í boði eru þrjár leiðir:

I. Regluleg framlög með greiðsluseðli

Þú færð greiðsluseðil sendan í heimabankan mánaðarlega, annan eða þriðja hvern mánuð eða einn á ári með upphæð sem þú ákveður sjálf/ur. Þú getur valið að fá hann prentaðan og póstsendan heim eða afþakkað pappírinn.

II. Regluleg framlög með kreditkorti

Greiðslukortið þitt er skuldfært sjálfvirkt fyrir þá upphæð sem þú ákveður sjálf/ur. Þú getur valið að greiða mánaðarlega, annan eða þriðja hvern mánuð eða einu sinni á ári. Veljir þú þessa leið færðu símtal frá okkur og verður beðin/n um að gefa upp greiðslukortanúmer þitt. Það verður slegið inn í öruggan og dulkóðaðan gagnagrunn SaltPay. KSH geymir ekki upplýsingarnar.

III. Reglulegar millifærslur í heimabanka

Ef þú ert vel kunnug/ur heimabanka þínum getur þú sjálf/ur búið til stillt reglulegar millifærslur á reikning okkar. Það kemur sér mjög vel ef þú sendir okkur tilkynningu um að þú ætlir að fara þessa leið. Svo myndum við gjarnan vilja fá að senda þér fréttabréfið Tengil. Skráðu þig á póstlistann hér!

Einnig er hægt að styðja starfið með stakri millifærslu á reikning KSH.

Reikningur: 0117 – 26 – 119105

Kennitala: 510479-0259

Með kærri þökk og ósk um Guðs blessun!


Skráning í gjafakerfi

    Hvernig má bjóða þér að greiða? *

    Þeir sem kjósa að greiða með kreditkorti fá símtal frá KSH þar sem beðið verður um greiðslukortanúmer.

    Afþakka pappír

    Greiðslutíðni: *

    Má bjóða þér að fá Tengil sendan?