VERTU HLUTI AF HREYFINGUNNI

Fjölmargir leggja starfi KSH lið með bænum sínum, vinnuframlagi og fjárstuðningi. Á síðasta ári gáfu velgjörðamenn 2.300.000 kr. til hreyfingarinnar í gegnum gjafakerfi KSH. Við fáum að leggja okkar fram og þakka þannig Guði fyrir starfið sem unnið er og taka þátt í að verða öðrum til blessunar.

Ef þú vilt styðja við KSH getur þú gert það á eftirfarandi hátt:

Gjafakerfi KSH:

Flestir sem gefa til starfs KSH gera það í gegnum gjafakerfið.  Þú skráir þig í kerfið með því að fylla út formið hér fyrir neðan eða senda beiðni á gjafakerfi@ksh.isATH! Viljir þú breyta framlagi þínu eða hætta í gjafakerfinu – sendu þá línu á gjafakerfi@ksh.is og við göngum frá því í hvelli!

I. Regluleg framlög með greiðsluseðli

Þú færð greiðsluseðil sendan í heimabankan mánaðarlega, annan eða þriðja hvern mánuð eða einn á ári með upphæð sem þú ákveður sjálf/ur. Þú getur valið að fá hann prentaðan og póstsendan heim eða afþakkað pappírinn.

II. Regluleg framlög með greiðslukorti

Greiðslukortið þitt er skuldfært sjálfvirkt fyrir þá upphæð sem þú ákveður sjálf/ur. Þú getur valið að greiða mánaðarlega, annan eða þriðja hvern mánuð eða einu sinni á ári. Veljir þú þessa leið mun starfsmaður eða stjórnarmaður KSH hringja og biðja um greiðslukortanúmer þitt. Það er slegið inn í öruggan og dulkóðaðan gagnagrunn Valitor. KSH geymir ekki upplýsingarnar.

III. Reglulegar millifærslur í heimabanka

Þeir sem eru vel kunnugir heimabanka sínum geta búið til reglulegar millifærslur á reikning KSH. Við myndum gjarnan vilja fá að senda ykkur fréttabréfið Tengil. Skráið ykkur á póstlistann hér!

Einnig er hægt að styðja starfið með stakri millifærslu á reikning KSH.

Reikningur: 0117 – 26 – 119105

Kennitala: 510479-0259

Með kærri þökk og ósk um Guðs blessun!


Skráning í gjafakerfi

Hvernig má bjóða þér að greiða? *

Þeir sem kjósa að greiða með kreditkorti fá símtal frá KSH þar sem beðið verður um greiðslukortanúmer.

Greiðslutíðni: *

Má bjóða þér að fá Tengil sendan?

[recaptcha]