Aðildarfélög

 

Kristileg skólasamtök

Kristileg skólasamtök, KSS, voru stofnuð 22. janúar 1946 og er félag fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára. Félagsmenn halda fundi á laugardagskvöldum kl. 20:30 að Holtavegi 28, húsi KFUM & KFUK, í Reykjavík. Félagið vinnur að eflingu og útbreiðslu kristinnar trúar meðal nemenda í 10.bekk grunnskóla og samræmdum framhaldsskóla.

 
 
 
 
 
Heimasíða KSS
KSS á Facebook
Instagram KSS

 

Kristilegt stúdentafélag – KSF

Kristilegt stúdentafélag, KSF, var stofnað 17. júní 1936 og starfar innan Þjóðkirkjunnar og Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að sameina trúaða stúdenta og aðra á aldrinum 20-30 ára til þess að styrkja og glæða trúarlíf þeirra og boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Félagið er með fundi annan hvern miðvikudag kl.20.30 á Holtavegi 28.

 
Heimasíða KSF
KSF á Facebook
Instagram KSF