Kristileg skólahreyfing (KSH) er samstarfsvettvangur fyrir KSS (Kristileg skólasamtök) og KSF (Kristilegt stúdentafélag). Yfir KSH er stjórn sem kosin er á árlegu ársþingi og hlutverk hennar er að fylgjast með starfi félaganna og bera ábyrgð á starfsmannamálum en undanfarin ár hefur hreyfingin verið með starfsmann í hálfu starfi. Meginmarkmið hreyfingarinnar er að sameina kristna stúdenta og skólanemendur til þess að styrkja og glæða trúarlíf þeirra og leiða framhalds – og háskólanema til trúar á Jesú Krist.

Lög KSH