IFES

KSH er meðlimur í alþjóðlegum samtökum kristilegra skólahreyfinga; IFES (International Fellowship of Evangelical Stundents). Þar tengjast kristilegar skólahreyfingar um allan heim saman í alþjóðlegu og margbreytilegu samfélagi. Tilgangur þeirra allra er að útbreiða fagnaðarerindið meðal nemenda um allan heim. Enginn nær betur til nemenda en  aðrir nemendur og þess vegna er sýn IFES þessi: „Student reaching students for Christ“. 

IFES er með starf í meira en 160 löndum um allan heim. Í gegnum IFES erum við með í umfangsmiklu brautryðjendastarfi sem nær til alls heimsins. Meira 500.000 stúdentar taka þátt í þessu starfi!

Frekari upplýsingar um IFES í Evrópu má finna hér: http://ifeseurope.org/