Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi Líf með Jesú 2020 vegna skráningar. Í stað móts í Ölveri verður boðið upp á viðburð á laugardeginum í Lindakirkju.

12:30 Húsið opnar. heitt á könnunni og smá snarl.
13:00 Biblíulestur með sr. Grétari Halldóri Gunnarssyni og umræður.
14:15 Förum í Leikjameistarann í Smárabíó (kostar 2.490 kr. á mann)
16:00 Kaffi
16:30 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir – “Lærisveinar Jesú og loftslagsváin” og umræður.
18:00 Kvöldmatur (Förum út að borða eða pöntum, verð 2-3 þús.kr fyrir þau sem borða)

Þau sem höfðu greitt mótsgjald fyrir alla helgina fá endurgreitt.

Við biðjum ykkur að boða komu ykkar með því að skrá ykkur hér:
https://forms.gle/WGMQUjfANx36RQxH8

MÓT KSH 2020

Dagana 7.-9. febrúar heldur Skólahreyfingin mót í Ölveri undir Hafnarfjalli. Um er að ræða kristilegt mót sem er opið öllu ungu fólk á aldrinum 18-30 ára (18 ára miðast við fæðingarár) Að mótinu standa KSS og KSF og skólaprestur KSH.

Verð fyrir alla helgina er 8.200 kr. fyrir gistingu, þátttöku og fullt fæði í umsjá Hreiðars Arnar Z. Stefánssonar.
Laugardagurinn + 1 nótt + hádegismatur/kvöldmatur = 6.500 kr.
Laugardagurinn 3.900 kr.

Í mótsnefnd sitja:

Fulltrúar KSS
Ása Hrönn Magnúsdóttir
Davíð Guðmundsson,
Sveinn Elliði Björnsson

Fulltrúar KSF
Matthías Guðmundsson
Gunnhildur Einarsdóttir

Ólafur Jón Magnússon, skólaprestur KSH – olafur.jon@ksh.is – s. 616 6152

Upplýsingar um dagskrá og skráningu eru hér að neðan:

YFIRSKRIFT: LÍF MEÐ JESÚ 2020

Sérhver skírður einstaklingur er kallaður til lífs með Jesú. Síðustu orð Jesú áður en hann var numinn til himins voru: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður allt til enda veraldar.“ Lærisveinar Jesú fylgdu honum hvert sem hann fór um byggðir og bæi Ísraelslands – þau lærðu af honum og vildu líkjast honum. Og samveran með Jesú mótaði líf þeirra, hvernig þau skildu það, hvernig þau sáu umhverfi sitt og annað fólk. Á Líf með Jesú 2020 langar okkur að spyrja: Hvernig lítur það út að vera lærisveinn árið 2020? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir okkur sem nemendur eða starfsfólk? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir samband okkar við þau sem standa okkur næst, bágstadda í öðrum heimsálfum, kirkjuna? Og gerir það einhverjar kröfur til okkar sem stöndum fram fyrir vaxandi straumi flóttafólks til Íslands og alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum?

Dagskrá

Dagskráin er enn í mótun og getur tekið breytingum.

Föstudagur

18:00 Húsið opnar

19:00 Kvöldmatur

20:00 Hóphristingur

20:30 Kvöldstund: Hvað er það að vera lærisveinn Jesú?

22:00 Kvöldkaffi

22:00 Skipulagt stuð – nánar síðar.

00:00 Ró annars staðar en í matsal.

Laugardagur

kl. 10:00 Morgunmat lýkur

10:15 Kyrrðarstund (Tími til að byrja daginn í þögn með biblíulestri og bæn.)

10:30 Morgunstund

11:30 Umræður

12:00 Hádegismatur

13:00-16:30 Fjallganga ef veður leyfir

Skipulagt stuð

15:30 Kaffitími

16:00-17:00 “Lærisveinar Jesú og loftslagsváin” Erindi og umræður

Alveg frjálst

19:00 Kvöldmatur

20:00 Lofgjörðarstund með altarisgöngu

Kvöldkaffi 22:00

Skipulagt stuð

00:00 Ró annars staðar en í matsal.

Sunnudagur

10:00 Morgunmat lýkur

10:15 Kyrrðarstund

10:30 Morgunstund

11:30 Umræður

12:00 Hádegismatur

12:30 Þrif og pökkun

13:30 Brottför

Skráning

Skráning á mótið telst ekki staðfest fyrr en mótsgjald hefur verið greitt. Skráning á mótið fer fram >>hér<<
Síðasti skráningardagur er 3. febrúar.

Greiðsla
Mótsgjald 8.200 kr. skal millifæra á reikning KSH: 0117 26 119105, kt. 510479-0259. Mikilvægt er að nafn þátttakanda komi fram sé hann ekki sjálfur greiðandi og “mót20” í skýringu.