Starfsmaður KSH

KSH auglýsir eftir starfsmanni

Kristilega Skólahreyfingin (KSH) leitar að öflugum starfsmanni í 50% starf. Viðkomandi er lykilmaður í starfi Skólahreyfingarinnar og aðildarfélaga hennar, Kristilegra skólasamtaka (KSS, fyrir 15-20 ára) og Kristilegs stúdentafélags (KSF, fyrir 19-30 ára).

Starfssviðið er fjölbreytt og skemmtilegt og felur m.a. í sér

  • Stuðning við starf KSS og KSF.
  • Stuðning við stjórnir KSS og KSF.
  • Að standa fyrir og efla trúarlega fræðslu innan félaganna.
  • Skipulag á viðveru eldri ábyrgðaraðila á fundum og viðburðum hjá KSS.
  • Umsjón með kynningarstarfi og fjáröflun.
  • Innlend og erlend samstarfsverkefni.

Við leitum að drífandi einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og á auðvelt með samskipti og samstarf. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og áreiðanlegur. Djákna- eða guðfræðimenntun er æskileg eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Þá þarf viðkomandi að eiga samleið með hugsjón hreyfingarinnar og hafa einlægan áhuga á og reynslu af kristilegu æskulýðs- og ungmennastarfi.

Kristilega skólahreyfingin á í nánu samstarfi við KFUM og KFUK á Íslandi og hefur aðsetur í húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg. Um er að ræða 50% starf, en hugsanlegt er að bjóða upp á hærra starfshlutfall í samstarfi við KFUM og KFUK.

Starfstími er sveigjanlegur og er að stórum hluta utan hefðbundins vinnutíma. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að starfa eftir siðareglum Æskulýðsvettvangsins og veita leyfi fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til 30. júní.  Miðað er við að umsækjandi geti hafið störf í ágúst 2020. Umsóknum skal skila til Rakelar Brynjólfsdóttur (rakel@ksh.is) sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið.