SKÓLAPRESTUR

Sr. Ólafur Jón Magnússon

Óli Jón eins og hann er oftast kallaður er ráðinn af stjórn KSH til þess að vera “skólaprestur” og þjóna aðildarfélögunum KSS og KSF og öllum sem til hans leita. Skólaprestur er vígður af Biskupi Íslands sem sérsþjónustuprestur Þjóðkirkjunnar en starfið er fjármagnað af Skólahreyfingunni gegnum gjafir einstaklinga og styrki frá t.d. Kristnisjóði og kristilegum félagasamtökum. Hlutverk skólaprests er að sinna daglegum rekstri Skólahreyfingarinnar og annast framkvæmd ákvarðanna stjórnar sem og að styðja við stjórnir KSS og KSF og veita þátttakendum í starfinu sálgæslu.
E: olafur.jon@ksh.is S: 616 6152