SKÓLAPRESTUR OG AÐRIR STARFSMENN

Sr. Ólafur Jón Magnússon

Óli Jón eins og hann er oftast kallaður er ráðinn af stjórn KSH til þess að vera “skólaprestur” og þjóna aðildarfélögunum KSS og KSF og öllum sem til hans leita. Skólaprestur er vígður af Biskupi Íslands sem sérsþjónustuprestur Þjóðkirkjunnar en starfið er fjármagnað af Skólahreyfingunni gegnum gjafir einstaklinga og styrki frá t.d. Kristnisjóði og kristilegum félagasamtökum. Hlutverk skólaprests er að sinna daglegum rekstri Skólahreyfingarinnar og annast framkvæmd ákvarðanna stjórnar sem og að styðja við stjórnir KSS og KSF og veita þátttakendum í starfinu sálgæslu.
E: olafur.jon@ksh.is S: 616 6152


Björn-Inge Furnes Aurdal

Björn-Inge eins og hann er kallaður hefur starfað í rúman áratug fyrir Kristilegu skólahreyfinguna í Noregi (NKSS/Laget) og borið ábyrgð á starfinu í Álasundi og umhverfi þess. Áður starfaði hann í sex ár sem kristniboði í Kirgistan og ruddi braut fyrir kristilegt skólastarf. Hann er mikill Íslandsvinur og skilur íslensku vel og hefur heimsótt KSS og KSF nær árlega frá 2014. Vorið 2019 kom hann þrisvar sinnum sem gestur KSH, hvert sinn í um fjórar vikur í senn og hefur hjálpað til við starf KSH. Það stendur til að hann komi í tvær slíkar heimsóknir haustið 2019 og útlit fyrir að hann flytjist til Íslands frá og með Janúar 2020 og starfi fyrir Skólahreyfinguna í fullu starfi. KSH í Noregi ásamt neti norskra styrktaraðila hafa greitt fyrir heimsóknir hans og mun svo áfram vera.

E: bjorn.inge@ksh.is S: +47 984 34 752